Mánaðarlinsur

Með mánaðarlinsum notar þú sömu linsuna í allt að 30 daga.
Hægt er að fá mánaðarlinsur sem eingöngu eru ætlaðar til að nota yfir daginn og taka þarf því linsurnar úr augum á kvöldin og geyma í hreinsivökva yfir nóttina.
Einnig er hægt að fá sílikon linsur, þær má sofa með en öruggast er að gera það eftir skoðun hjá augnlækni eða sjóntækjafræðing.
Mánaðalinsur eru mjúkar og þægilegar í notkun en mikilvægt er að skipta um vökva í hvert skipti sem að linsurnar eru teknar úr augunum og settar í linsuboxið.
Við leggjum mikla áherslu á að bjóða vandaðar vörur svo þú fáir sem mesta ánægju úr linsunum þínum.