Skilmálar

Skilaréttur
Skilafrestur er 14 dagar frá afhendingu vöru, nauðsynlegt er að varan sé í upprunalegum og óskemmdum umbúðum, auk þess sem að allir fylgihlutir hennar fylgi. Starfsmenn Linsur.is meta ástand vöru og hvort hún sé endursöluhæf. Linsur.is áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða endurgreiða vöru með afskriftum. Endurgreiðsla nær ekki til flutningskostnaðar sem fellur til við afhendingu eða vöruskil.
Nauðsynlegt er að framvísa reikningi fyrir kaupum.

Afgreiðsla pantana
Pantanir eru teknar til og afgreiddar eins fljótt og verða má. Vörur eru sendar endurgjaldslaust um allt land með Póstinum og fara á næsta pósthús. Vörur má einnig sækja í Kósk ehf í Skipholti 5, 105 Reykjavík.

Verð
Verð í netverslun er með virðisaukaskatti og geta breyst án fyrirvara.

Greiðslur
Hægt er að greiða með debit- og kreditkortum í gegnum greiðsluþjónustu Valitor, sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðla. Greiðslur eiga sér stað í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi Valitor. Einnig bjóðum við upp á greiðslu með Netgíró og með millifærslu.

Ábyrgðarskilmálar
Ábyrgð seljanda er í samræmi við lög þar að lútandi. Ábyrgð á vörum sem seldar eru til einstaklinga er 2 ár en vörur sem seldar eru til lögaðila 1 ár.
Nauðsynlegt er að framvísa gögnum fyrir vörukaupum til að sannreyna ábyrgð á vöru.  Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru. Linsur.is bera ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða við flutning vöru hjá þriðja aðila.

Öryggi
Linsur.is varðveitir ekki kreditkortanúmer sem gefin eru upp við kaup í netverslun.

Persónuvernd
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Linsur.is deilir ekki persónugreinanlegum gögnum til þriðja aðila.

Vefurinn okkar notast við Google Analytics og safnar það tól ópersónugreinanlegum gögnum s.s. hvaðan heimsóknin kemur, hversu lengi vefurinn var skoðaður og hvaða efni er mest skoðað. Þessi gögn eru nýtt til að greina heimsóknir á vefinn og gera upplifun notenda af honum enn betri. 

Kvartanir
Sé vara gölluð eða viðskiptavinur einhverra hluta vegna ekki ánægður með vöruna er hann hvattur til að hafa samband við starfsfólk okkar í síma 511-8800

Annað
Linsur.is áskilur sér rétt til að fella niður pöntun ef nauðsynlegt reynist undir einhverjum kringumstæðum, það gæti m.a. gerst vegna ranga verðupplýsinga í netverslun eða að vara er ekki lengur fáanleg hjá Linsum.is eða birgja. Viðskiptavinur er upplýstur um slíkt eins fljótt og hægt er.  

Lög og varnarþing                                                                                          Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna skilmála þessa skal það rekið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Að öðru leyti en að ofan greinir gilda um skilmála þessa ákvæði gildandi laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (nú nr. 90/2018), ákvæði laga um neytendasamninga nr. 16/2016, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem neytendur eiga rétt á í lögum um neytendasamninga byrja að líða þegar móttaka vöru hefur átt sér stað