Daglinsur
Augun eru eitt okkar mikilvægasta skynfæri og þess vegna er mikilvægt að þau séu meðhöndluð af nærgætni og alúð.
Með daglinsum sleppur þú við að hreinsa linsurnar þar sem að þú notar nýja linsu á hverjum degi. Við þetta minnkar áhættan á ertingu eða sýkingu í augum.
Daglinsur eru góðar fyrir alla þá sem að vilja þægindi, öryggi og vellíðan og eru þær góður kostur fyrir þá sem að skipta á milli gleraugna og linsa.
T.d. ef að þú vinnur innan um ryk og óhreinindi eru daglinsur góður kostur
Við leggjum mikla áherslu á að bjóða vandaðar vörur svo þú fáir sem mesta ánægju út úr linsunum þínum.