Alvera linsuvökvi 100 ml
Alvera linsuvökvinn er sérstaklega hannaður fyrir linsunotendur sem nota sílikonlinsur og þá sem hafa viðkvæm augu eða þjást af augnþurrki.
Alvera dregur nafn sitt af Aloe vera sem er viðbætt í linsuvökvann.
Vökvinn inniheldur efni sem vinna sérstkalega vel á próteinum sem augun gefa frá sér og eiga til að setjast á linsurnar.
Alvera vökvinn býr til þunna filmu yfir ysta lag hornhimnunnar og verndar hana þannig betur við linsunotkun.